*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 22. mars 2018 14:14

Dýrara í Heimkaup á afslætti

Weber gasgrill á fótum er dýrara á 31% afslætti í Heimkaup en í bæði Húsasmiðjunni og BYKO.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Kristinn Einarsson framkvæmdastjóri verslanasviðs Húsasmiðjunnar segir að auglýst verð á vefsíðu fyrirtækisins á Weber Q2200 gasgrilli á fótum sé listaverð, ekki afsláttarverð. Sams konar grill er auglýst á 31% afslætti á heimasíðu Heimkaupa, en er samt sem áður dýrara þar en hvort tveggja á heimasíðu Húsasmiðjunnar sem og á síðu BYKO.

„Þetta er okkar listaverð, þetta er ekki tilboðsverð,“ segir Kristinn en á heimasíðu Húsasmiðjunnar er grillið auglýst á 47.975 krónur. Sams konar grill er selt á 47.985 krónur á vef BYKO, en á heimasíðu Heimkaupa er grillið auglýst á 31% afslætti á 47.990 krónur. Upphaflegt verð er þar skráð á 69.990 krónur.

Kristinn segir að um sé að ræða grill sem hafi verið keypt inn fyrir komandi vorvertíð. „Þetta vara sem við seljum yfirleitt upp á haustin og tökum inn að nýju að vori. Þetta er verðið frá því í vor.“