Í árlegri úttekt The Economist á verði á Big Mac á alþjóðavísu kemur fram að hann er lang dýrastur í Noregi.

Árið 1986 bjó tímaritið The Economist til Big Mac vísitöluna þar sem borin eru saman verð á Big Mac hamborgara skyndibitakeðjunnar McDonald's víða um heiminn. Samkvæmt vísitölunni fyrir árið 2014 er hann lang dýrastur í Noregi þar sem hann kostar 895 krónur, en það er 62% hærra verð en í Bandaríkjunum þar sem hann kostar tæpar 550 krónur.

Í úttektinni kemur fram að í fyrra mátti finna ódýrasta Big Mac hamborgarann á Indlandi, en þar heitir Maharaja Mac og er úr kjúklingakjöti. Í ár má hins vegar finna ódýrasta borgarann í Úkraínu þar sem hann kostar 188 krónur. Dýrasti Big Mac heims er því tæpum fimm sinnum dýrari en sá ódýrasti.