Úrslit í kosningum hafa umtalsverð áhrif á rekstur stjórnmálaflokkanna hér á landi enda samanstanda tekjur þeirra af stærstum hluta af framlögum frá hinu opinbera. Flokkarnir fá árlegar greiðslur frá Alþingi og sveitarfélögum í samræmi við fjölda kjósenda á bak við hvern þingmann og sveitarstjórnarfulltrúa.

Framlög til Samfylkingarinnar úr ríkissjóði í samræmi við úrslit alþingiskosninga 2016 lækka til að mynda úr 39 milljónum króna 2016 í 16,8 milljónir árið 2017. Auk þess fá flokkarnir framlög beint frá Alþingi vegna utanumhalds um þingflokka og kosningaframlag frá ríkissjóði. Eigið fé Samfylkingarinnar nam 38 milljónum króna en flokkurinn var rekinn með 28 milljóna króna tapi á síðasta ári.

Þá missir Framsóknarflokkurinn einnig talsverðan spón úr aski sínum, en framlög til flokksins frá ríkissjóði lækka úr 74 milljónum í 33,6 milljónir milli áranna 2016 og 2017. Þrátt fyrir að skila 26 milljón króna tekjuafgangi á síðasta ári var eigið fé Framsóknarflokksins neikvætt um 19,4 milljónir króna um síðustu áramót.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .