*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 4. september 2015 08:58

Easyjet stundvísasta flugfélagið

Þýska flugfélagið Airberlin var með minnstu meðaltöfina bæði við brottfarir og komur til Keflavíkur í liðnum mánuði.

Ritstjórn

Breska flugfélagið Easyjet var stundvísast bæði við brottfarir og komur á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í nýrri athugun Dohop.

Easyjet var á réttum tíma við brottför frá Keflavíkurflugvelli í 86% tilvika, en komur til Keflavíkur voru á réttum tíma í 89% tilvika. Meðaltöf við brottfarir hjá flugfélaginu var 6,78 mínútur og við komur 5,63 mínútur.

Hins vegar var þýska flugfélagið Airberlin með minnstu meðaltöfina í ágúst við bæði brottfarir og komur, þar sem meðaltöf við brottfarir var 5,39 mínútur og við komur 3,87 mínútur. Þar voru brottfarir á réttum tíma í 81% tilvika og komur í 87% tilvika.

Þennan mánuðinn var Wow air óstundvísast með 78% brottfara á réttum tíma og 71% koma á réttum tíma. Brottfarir hjá Icelandair voru á réttum tíma í 81% tilvika en komur í 80% tilvika.

Alls voru sex flug felld niður í ágúst. Icelandair felldi niður fjögur flug og Airberlin tvö flug. Hvorki Wow air eða Easyjet þurftu að fella niður flug.

Stikkorð: Icelandair Dohop Wow Airberlin Easyjet Stundvísi flugfélaga air
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim