Breska lággjaldaflugfélagið easyJet er stundvísasta flugfélagið sem flýgur til Íslands, en 73% áætlaðra brottfara félagsins voru réttum tíma í maí.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Dohop sem skoðaði stundvísi þeirra þriggja flugfélaga sem voru með flest áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli. Var easyJet 15% stundvísara en íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, bæði við komur og brottfarir.

Niðurstaða þeirra, sem miðast við tölur frá ISAVIA, er að heildarhlutfall flugs Icelandair sem var á réttum tíma hafi verið 66%, hlutfallið hjá WOWair hafi verið 67% en hjá easyJet hafi það verið 81%.