*

sunnudagur, 17. febrúar 2019
Innlent 8. júní 2016 10:00

EasyJet stundvísasta flugfélagið

Af þremur stærstu flugfélögunum sem fljúga til Íslands er easyJet það stundvísasta, bæði við komur og brottfarir.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet er stundvísasta flugfélagið sem flýgur til Íslands, en 73% áætlaðra brottfara félagsins voru réttum tíma í maí.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Dohop sem skoðaði stundvísi þeirra þriggja flugfélaga sem voru með flest áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli. Var easyJet 15% stundvísara en íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, bæði við komur og brottfarir.

Niðurstaða þeirra, sem miðast við tölur frá ISAVIA, er að heildarhlutfall flugs Icelandair sem var á réttum tíma hafi verið 66%, hlutfallið hjá WOWair hafi verið 67% en hjá easyJet hafi það verið 81%.