*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 24. ágúst 2018 10:16

Eaton Vance selur hluti í TM

Sex sjóðir á vegum bandaríska eignarstýringarfélagsins Eaton Vance Management hafa selt samtals rúma 3,5 milljón hluti í TM.

Ritstjórn
Aðalskrifstofur TM við Síðumúla 24, 108 Reykjavík.
Haraldur Guðjónsson

Sex sjóðir á vegum bandaríska eignarstýringarfélagsins Eaton Vance Management hafa selt samtals rúma 3,5 milljón hluti í TM, og eiga nú samanlagt 4,66% hlut í félaginu. Þetta kemur fram í flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar. 

TM birti í gær hálfsársuppgjör, en í því kom meðal annars fram að á öðrum ársfjórðungi hafi félagið tapað 140 milljónum. Sjóðirnir seldu hinsvegar á þriðjudag, 2 dögum fyrir birtingu uppgjörsins.

Miðað við gengi bréfanna á þriðjudag má ætla að fengist hafi rúmar 113 milljónir fyrir þau, en hlutabréf tryggingafélagsins hafa hækkað um tæp 17% síðastliðið ár, þegar leiðrétt hefur verið fyrir arðgreiðslum.

Stikkorð: TM Eaton Vance
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim