Þeir Sigmar Þormar og Ingvar Freyr Ingvarsson, kennarar við Menntaskólann við Sund, eru sammála um mikilvægi aukinnar fjármálakennslu í menntaskólum. Þeir segja þekkingarleysi þorra almennings á grundvallaratriðum fjármála hafa komið í ljós þegar afleiðingar hrunsins 2008 voru skoðaðar.

VB sjónvarp heimsótti MS og ræddi við nokkra nemendur um þekkingu þeirra á fjármálum.