Nýr þjónustusamningur var samþykktu við mennta- og menningarmálaráðherra á stjórnarfundi Ríkisútvarpsins í morgun. Í kjölfarið sendu þrír stjórnarmenn RÚV, þau Björg Eva Erlendsdótir, Friðrik Rafnsson og Mörður Árnason, frá sér fréttatilkynningu þar sem þau segjast ganrýnin á samninginn.

Á fundinum var fjallað um niðurskurðaraðgerðir til að samræma starfsemi Ríkisútvarpsins nýrri fjárhagsstöðu eftir afgreiðslu fjárlaga sem beðið hefur verið með þar til þjónustusamningurinn lægi fyrir. Um er að ræða um 213 milljónir króna. Í umræðum um þetta kom fram að stjórnarmönnunum þremur félli illa sá samdráttur dagskrár og uppsagnir sem í áætluninni fælust. Stjórarmenn bentu jafnframt á að ábyrgðin væri fyrst og fremst ráðherrans, ríkisstjórnarinnar og þess stjórnarmeirihluta sem hún byggist á vettvangi þingsins.

Stjórnarmennirnir hafa lagt fram bókun þar sem fram kemur að samningurinn sé gerður í skugga verulegs niðurskurðar. Þótt í samningnum séu nokkur atriði til bóta verði að skoða hann með fyrirvara um afdrif fyrirheita frá menningarmálaráðherra undanfarin misseri og í ljósi þess metnaðarleysis sem einkennir afskipti stjórnarmeirihlutans á alþingi af málefnum Ríkisútvarpsins.

Segja þau að ákvæði um fjármögnun verði því miður að skoða í því ljósi að fyrri fyrirheit núverandi menningarmálaráðherra í þeim efnum hafa sjaldnast gengið eftir.