Alþjóðagreiðslubankinn (BIS) gaf í vikunni út skýrslu um rafmyntir. Í skýrslunni koma fram nokkrar áhyggjur varðandi það að stafrænir peningar verði að alvöru peningum. Frá þessu er greint á vef FT .

Bankinn hefur ekki mikla trú á rafmyntum eins og staðan er í dag.

Helstu áhyggjuatriðin að mati bankans snúa að óstöðugu gengi rafmynta og því gífurlega gagnamagni sem tæknin á bak við rafmyntir krefst.

Einnig er bent er á að tölvurnar sem notaðar eru til að „grafa" eftir rafmyntum noti gífurlega mikið rafmagn og að það geti reynst umhverfinu skaðlegt.