*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 13. mars 2019 19:01

EFLA kaupir pólskt ráðgjafafyrirtæki

EFLA verkfræðistofa hefur gengið frá kaupum á pólska ráðgjafafyrirtækinu Ispol Projekt.

Sveinn Ólafur Melsted
Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU.
Haraldur Guðjónsson

EFLA verkfræðistofa hefur gengið frá kaupum á pólska ráðgjafafyrirtækinu Ispol Projekt. Ispol sérhæfir sig í alhliða undirbúningi og hönnun flutningslína raforku og tengivirkja. Þar með eru taldar loftlínur, jarðstrengir og ljósleiðarar ásamt háspennubúnaði. Meðal helstu viðskiptavina Ispol Projekt eru PSE, opinbert fyrirtæki sem á og rekur pólska orkuflutningskerfið, dreifiveitur í Póllandi og verktakar á þessu sviði. Hjá Ispol starfa um 30 manns og eru höfuðstöðvar starfseminnar í Lodz í Póllandi. Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU, segir að fyrirtækið hafi í yfir áratug átt í góðu samstarfi við Ispol og að EFLA hafi fyrir átt lítinn hlut í fyrirtækinu, en eignist það nú að fullu.

„Ástæðan fyrir því að við fórum í samstarf við félagið og eignuðumst hlut í því á sínum tíma, er sú að við vorum með stór verkefni í Póllandi. Í seinni tíð dró nokkuð úr þessum verkefnum en síðan gerðist það að fyrri eigendur félagsins höfðu samband við okkur og buðu okkur að kaupa fyrirtækið. Við fórum því í það að skoða málið og enduðum á því að slá til."

Styrkja alþjóðlega stöðu EFLU

Að sögn Guðmundar koma þessi kaup til með að styrkja stöðu EFLU á alþjóðlegum markaði.

„Ispol er leiðandi fyrirtæki á þessu sviði í Póllandi. Við sáum annars vegar tækifæri í því að koma inn með okkar reynslu og þekkingu, og styrkja þannig starfsemi Ispol í Póllandi. Hins vegar getur Ispol orðið þátttakandi í þessu alþjóðlega umhverfi sem við erum í, bæði með viðbótarhæfni sem þau búa yfir sem og að samkeppnishæfni okkar í alþjóðlegum verkefnum eykst verulega við þetta - þar sem verðlag í Póllandi er mun lægra en hér heima.

Í raun höfðum við ekki nein áhrif á gang fyrirtækisins meðan við áttum þennan litla hlut. Fyrirtækið starfar á sviði sem við þekkjum mjög vel og nú þegar við eigum fyrirtækið að fullu opnast, eins og ég hef áður komið inn á, nýir möguleikar bæði við það að styrkja félagið í Póllandi og svo getur félagið sömuleiðis styrkt okkur í alþjóðlegum verkefnum. Þegar við eigum fyrirtækið ein þá getum við stýrt því hvernig þessu samstarfi verður háttað og þannig getur það orðið mun öflugra en áður."

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Fjallað er um stöðu Sigríðar Andersen sem hefur stigið til hliðar sem dómsmálaráðherra.
 • Rýnt er í horfurnar hjá Icelandair eftir kyrrsetningu Boeing 737 Max 8 flugvéla félagsins.
 • Staða rútufyrirtækjanna og svört starfsemi í geiranum.
 • Afkoma Mjólkursamsölunnar á síðasta ári og horfur til framtíðar.
 • Knútur Rafn Ármann, sem rekur Friðheima ásamt eiginkonu sinni, er tekin tali.
 • Fréttaskýring um peningamálastefnu og efnahagshorfur á evrusvæðinu.
 • Rætt er við fyrrum atvinnumann í knattspyrnu sem hefur hafið störf hjá Íslandssjóðum.
 • Fjallað er um ferðarsýningu í Berlín.
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu.
 • Óðinn skrifar um ríkisvæðingu fjölmiðla.
Stikkorð: EFLA
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

 • - Viðskiptablaðið sent heim
 • - Vefaðgangur að vb.is
 • - Frjáls verslun sent heim
 • - Fiskifréttir sent heim