*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 22. júní 2015 10:56

Jafnréttisráðstefnan Inspirally WE2015 fór fram í Hörpu - MYNDIR

Í opnunarávarpi Höllu Tómasdóttur sagði hún að efling kvenna væri ekki kvennamál heldur efnahagsmál

Sæunn Gísladóttir

Á dögunum fór fram jafnréttisráðstefnan Inspirally WE2015 í Hörpu. Þangað komu saman konur sem karlar úr athafnalífinu og stjórnmálum til að hlusta á ávörp og samræður leiðandi rannsakenda á sviði jafnréttis.

Í opnunarávarpi Höllu Tómasdóttur fundarstjóra kom fram að Ísland væri besta landið í heiminum til að vera kona en við erum númer eitt á lista yfir lönd sem eru að loka kynjabilinu. Rauði þráðurinn á ráðstefnunni var að efling kvenna er ekki kvennamál heldur efnahagsmál. Mikill efnahagslegur ávinningur sé af eflingu kvenna, meðal annars í frumkvöðlaumhverfinu.