*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 19. mars 2019 15:51

Efling samþykkti ný verkföll

Verkföll hefjast 22. mars í stað örverkfalla 18. mars. „Hóteleigendur hafa grætt á tá og fingri undanfarin ár“.

Ritstjórn
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.
Haraldur Guðjónsson

Hótelstarfsfólk í Eflingu, hafa samþykkt ný verkföll sem hefjast föstudaginn 22. mars, og koma í staðinn fyrir áætluð örverkföll sem áttu að hefjast 18. mars en eins og sagt hefur verið frá í fréttum voru þau dæmd ólögleg.

Á vef Eflingar segir að yfir 90% hafi samþykkt verkföllin, en ekki kemur fram hve margir kusu né hve margir voru kosningabærir í verkföllunum eða heldur til hve margra verkfallið nær.

Loks segir við spurningunni af hverju farið sé í verkfall:

„Hóteleigendur hafa grætt á tá og fingri undanfarin ár, en starfsfólkið sem þrífur hótelin og sinnir gestum hefur ekki notið góðs af. Þau fá of lág laun, vinna undir mikilli pressu, eru snuðuð um réttindi, og njóta oft ekki virðingar yfirmanna sinna.“

Einnig er svarað þeirri spurningu hvernig greitt verði úr verkfallssjóði:

„Þeir sem fara í verkfall og eru með vakt eða vinnudag þegar verkfallið stendur geta fengið styrk úr sjóðnum. Launatapið verður bætt að fullu, reiknað út frá meðaltali heildartekna undangenginna sex mánaða, upp að 550.000 krónum á mánuði. Hógvær krafa um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum verður gerð fyrir úthlutun. Þeir sem ekki komast geta haft samband við félagið 1. og 2. apríl fyrir verkfallsdaga í marsmánuði.“

Verkfallið verður frá miðnætti til miðnættis eftirfarandi daga:

22., 28., og 29. mars
3., 4., 5., 9., 10., 11., 15., 16., 17., 23., 24., 25. apríl
Frá 1. maí ótímabundið

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim