„Í yfirstandandi kjaraviðræðum hafa Samtök atvinnulífsins lagt fram tillögur um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær tillögur ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans úr 10 klukkutímum í 13, að taka kaffitíma út úr launuðum vinnutíma og að lengja uppgjörstímabil yfirvinnu. Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar - stéttarfélags telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings á íslenskum vinnumarkaði," segir í ályktun frá Eflingu .

„Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna því að greitt verði minna fyrir vinnu utan núverandi marka dagvinnutíma, að sala kaffitíma verði misnotuð til að ná fram styttum vinnutíma og að atvinnurekendum verði gefið aukið vald til að ákvarða hvenær vinna er gerð upp sem yfirvinna og hvenær ekki."

Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar segjast jafnframt harma að Samtök atvinnulífsins standi gegn þeirri framför og leggi þess í stað til skerðingar á réttindum verkafólks varðandi vinnutímatakmarkanir.

„Mark­mið verka­lýðs­hreyfingarinnar í yfir­standandi samninga­við­ræðum er að bæta kjör verka­fólks, ekki rýra þau. Þetta á ekki síst við um vinnu­tímann og skil­greiningar hans. Stéttar­fé­lög al­menns verka­fólks, verslunar­fólks og opin­berra starfs­manna hafa öll lagt til styttingu vinnu­tímans, og mikill með­byr er nú með slíkum hug­myndum eins og sást vel á glæsi­legri ráð­stefnu Lýð­ræðis­fé­lagsins Öldu um síðustu helgi. Stéttar­fé­lögin studdu við þá ráð­stefnu, á meðan SA þáðu ekki boð um þátt­töku. Það er vægast sagt sorg­legt að fram­lag SA til þeirrar um­ræðun sé lenging vinnu­tímans, sjón­hverfingar og skert stjórn verka­fólks yfir tíma sínum."