Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við aukinni áhættu að efnahagur heimsins fari af sporinu á næstunni. Þetta kom fram í ræðu David Lipton, vara-framkvæmdastjóri sjóðsins fyrir National Association for Business Economics í Washington í gær.

Hann sagði að efnahagur heimsins væri á viðkvæmum tímamótum, og nauðsynlegt er að taka stór skref til að auka við eftirspurn. Ummælin komu í kjölfar efnahagstalna frá Kína sem sýndu að útflutningur lækkaði um 25% milli ára. Slíkur samdráttur í útflutningu er talinn sýna vel eftirspurn í hagkerfinu. Moody's lækkaði einnig horfur Kína nýlega úr stöðugum í neikvæðar.

David sagði það líklegt að AGS myndi lækka hagvaxtarspá sína, en núverandi spá gerir ráð fyrir 3,4% hagvexti. Ný skýrsla frá AGS mun birtast í april. Aukinn óstöðugleiki á fjármálamörkuðum og lágt hrávöruverð væru áhyggjuefni sem þyfti að horfa til.

Á síðasta fundi G20 ríkja lagði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn til að ríkin myndu ráðast í sameiginlegar örvunaraðgerðir til að auka við eftirspurn og einkaneyslu.