*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 16. nóvember 2016 10:22

EFTA vill náið samráð um Brexit

EFTA ríkin vilja náið samráð við Breta og ESB vegna viðræðna um úrsögn Breta úr sambandinu.

Ritstjórn
tefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri Utanríkisráðuneytisins
Haraldur Guðjónsson

EFTA-ríkin innan EES leggja ríka áherslu á náið samráð við Evrópusambandið og Breta vegna viðræðna um útgöngu þeirra síðarnefndu úr sambandinu. Telja ríkin; Ísland, Noregur og Liechtenstein, mikilvægt að tryggja reglulega upplýsingagjöf um framvindu viðræðnanna og samráð ESB og EFTA-ríkjanna í tengslum við þær.

Þetta kemur fram í frétt Utanríkisráðuneytisins eftir fund EES-ráðsins í Brussel  en fundinn sat Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri Utanríkisráðuneytisins af hálfu Íslands.

EES-samstarfið stendur traustum fótum

„Framkvæmd EES-samnings var meginefni fundarins og kom fram í máli bæði EFTA-ríkjanna innan EES og Evrópusambandsins að EES-samstarfið stæði traustum fótum,“ segir í fréttinni.

„Á fundinum var einnig fjallað um mótun löggjafar innan Evrópusambandsins er varða stafræna innri markaðinn og rakti Stefán Haukur áhrif stórfelldrar fjölgunar ferðamanna til Íslands á þróun deilihagskerfisins á Íslandi.

Rætt um Rússland og Úkraínu og flóttamannavandann

Samhliða fundinum fór fram reglubundið samráð EFTA-ríkjanna innan EES um utanríkismál og var þar rætt um Rússland og Úkraínu, ríkin á vestanverðum Balkanskaganum og flóttamannavandann í Evrópu.

Þá fór einnig fram fundur þingmanna- og ráðgjafanefnda EFTA þar sem fulltrúar í nefndunum voru upplýst um umræður á EES-ráðsfundinum og spurningum þingmanna og fulltrúa atvinnulífsins um EES-samstarfið svarað.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim