*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Erlent 16. júní 2016 07:59

Eftirlíkingarnar betri en frumgerðin

Stofnandi kínversku netverslunarinnar Alibaba segir eftirlíkingarnar jafngóðar eða betri en frumgerðirnar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Kínverska netverslunin Alibaba virðist gefa út tvíræð skilaboð þegar kemur að eftirlíkingum, því annars vegar er vefurinn vinsæll vettvangur fyrir sölu á vörum sem herma eftir þekktum vörumerkjum sem og þeir segjast leggja sig fram um að stöðva verslun með eftirlíkingar.

Sömu verksmiðjur og hráefni en annað nafn

Stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins, Jack Ma, segir nú að ástæðan fyrir því að þeir geti ekki lokað alveg fyrir flæði fatnaðar og tæknivara með vörumerki og hönnun sem er of lík þekktum merkjum sé að nú séu þessar kínversk framleiddu vörur orðnar jafngóðar ef ekki betri en dýrari vörurnar sem þær herma eftir.

Þetta sagði hann við fjárfesta í Kína í gærmorgun, en mörg heimsþekkt vörumerki hafa lengi látið framleiða fyrir sig í kínverskum verksmiðjum. En nú hafa þessar verskmiðjur farnar að selja vörur sínar beint til viðskiptavina með hjálp veraldarvefsins. „Þetta eru sömu verksmiðjurnar, með nákvæmlega sama hráefnið, en þeir nota ekki vörumerkin,“ segir Jack Ma.

Stikkorð: Kína Kína Jack Ma alibaba eftirlíkingar
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim