Bæði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telja að það samrýmist ekki ákvæðum tilskipunar 87/102/EBE um neytendalán að í samningi sem birtur er lántakanda sé miðað við 0% verðbólgu. Þetta kemur fram í greinargerðum framkvæmdastjórnarinnar og ESA í máli Sævars Jóns Gunnarssonar gegn Landsbankanum.

Björn Þorri Viktorsson, lögmaður Sævars Jóns í málinu, segir það hafa gríðarlega vigt að ESA og framkvæmdastjórnin hafi tekið þessa afstöðu í sínum greinargerðum. „Ef eitthvað var þá fannst mér ESA vera enn afdráttarlausari í afstöðu sinni hvað varðar 0% spurninguna í málflutningunum,“ segir Björn Þorri. „Framkvæmdastjórnin er líka algjörlega með þetta á hreinu og á okkar línu hvað þetta snertir.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .