Hægja mun á vexti eftirspurnar eftir olíu á næsta ári, ef marka má spá sem fram kemur í nýjustu skýrslu International Energy Agency ( IEA).

Samkvæmt skýrslu IEA mun eftirspurn aukast um 1,2 milljónir fata á dag á næsta ári, en í ár jókst eftirspurnin um úr 1,8 milljónir fata á dag.

OPEC ríkin hafa þó ekki tilkynnt að þau muni hægja á framleiðslu til að svara minnkandi eftirspurn, Sádí-Arabía hefur til dæmis aukið við framleiðslu. Talið er að lækkandi olíuverð muni valda því að það hægi á framleiðslu utan OPEC ríkjanna um allt að 500.000 tunnur á dag.

Olíuverð hefur farið lækkandi á síðustu mánuðum, en heimsmarkaðsverð fyrir tunnu af Brent hráolíu var hæst í 114 dölum í júní 2014 en stendur núna í um það bil 50 dölum.