Bandarískir ökumenn sýna breskum bílum nú umtalsvert meiri áhuga en áður. Satt að segja jukust kaup Bandaríkjamanna á breskum bílum um 50% milli ára.

Þökk sé þessari eftirspurnaraukningu hefur framleiðsla á breskum bílum ekki verið meiri í nær 17 ár.

Um 200.000 breskri bílar voru fluttir út til Bandaríkjanna frá Bretlandi árið 2016. Á sama tíma voru aðeins 40.000 bandarískir bílar skráðir í Bretlandi.

Líklegast hefur fall breska pundsins haft mikil áhrif á eftirspurnaraukninguna, en pundið hefur lækkað um nær 16% gagnvart Bandaríkjadollar frá því að þjóðaratkvæðagreiðslan mikla átti sér stað.