Egypsk yfirvöld hafa nú flotað gjaldmiðil landsins og hefur hann því fallið skart gagnvart Bandaríkjadollar. Fyrir hvern dollar fást nú 14 egypsk pund, en seðlabankinn reyndi áður að halda genginu um 9 egypsk pund.

Seðlabanki þjóðarinnar segir þessar aðgerðir vera hannaðar til þess að auka traust á hagkerfinu. Úrvalsvísitala Egypska markaðsins hækkaði um 8% í viðskiptum dagsins. Jafnframt hafa stýrivextir verið hækkaðir og standa þeir nú í 14,75%.

Breytingarnar eru þó ekki sjálfsprottnar, því um er að ræða kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stjórnvöld sóttust fyrr í ár eftir 12 milljarða dala láni, til þriggja ára, en til þess að fengið lánið þarf landið að aðlaga sig að kröfum AGS.