Í dag og næstu daga halda múslimar út um allan heim upp á lok föstumánaðarins Ramadan með þriggja daga hátíðarhöldum. Kallast hátíðin Eid al-Fitr en Fitr þýðir að ljúka föstu.

Hátíðarhöldin færast milli árstíða

Er þetta önnur tveggja meginhátíð múslima, en hin, Eid al-Adha er svo eftir 70 daga. Þar sem múslimar fylgja eigin tímatali sem byggir á göngu tunglsins færist hátíðarhöldin til frá ári til árs, og er einnig eilítið mismunandi milli landa.

Meðan á föstumánuðinum stendur er ætlast til að ekki sé borðað meðan dagsljós skín, en eftir myrkur er fastan brotin og fjölskyldan sest niður og borðar saman. Í lok mánaðarins er svo fagnað með matarveislum og gjöfum.

Síðasta dag föstumánaðarins er hefðin að gefa mat til fátækra, en fyrsta dag Eid hátíðarinnar er vaknað snemma og mætt til sérstakra morgunbæna. Mæta margir til þeirra þó þeir mæti kannski ekki venjulega í mosku.

Eftir það týnist fólk til ættingja og vina, gjafir eru gefnar, sérstaklega til barna, og hringt í fjarlæga ættingja. Í flestum múslimalöndum er frí þessa þrjá daga, og byrja sumir múslimar hátíðarhöldin í dag, aðrir á morgun.