*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 30. ágúst 2018 10:56

Eigandi Morgunblaðsins tapar 267 milljónum

Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórmörk ehf. tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Hádegismóum 2, 110 Reykjavík.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórmörk ehf. tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi Hlyns A ehf. sem er einn stærsti eigandi félagsins, hlutdeild Hlyns í tapi Þórsmerkur er 43,9 milljónir króna en félagið á 16,45% hlut í Þórsmörk. Hlynur A er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur sem er aðeleigandi Ísfélags Vestmannaeyja. Kjarninn greindi frá málinu.

Eina eign Þórmerkur er Árvakur sem er útgáfufélag Morgunblaðsins. Nýir eigendur tóku við rekstri Morgunblaðsins árið 2009 en síðan þá hefur félagið tapað rétt tæplega 1,8 milljörðum króna.

Stærstu eigendur í Árvakri eru félög tengd Ísfélagi Vestmannaeyja. Ísfélagið sjálft á um 13,43% hlut í félaginu.

Stikkorð: Morgunblaðið
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim