Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórmörk ehf. tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi Hlyns A ehf. sem er einn stærsti eigandi félagsins, hlutdeild Hlyns í tapi Þórsmerkur er 43,9 milljónir króna en félagið á 16,45% hlut í Þórsmörk. Hlynur A er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur sem er aðeleigandi Ísfélags Vestmannaeyja. Kjarninn greindi frá málinu .

Eina eign Þórmerkur er Árvakur sem er útgáfufélag Morgunblaðsins. Nýir eigendur tóku við rekstri Morgunblaðsins árið 2009 en síðan þá hefur félagið tapað rétt tæplega 1,8 milljörðum króna.

Stærstu eigendur í Árvakri eru félög tengd Ísfélagi Vestmannaeyja. Ísfélagið sjálft á um 13,43% hlut í félaginu.