*

föstudagur, 22. mars 2019
Innlent 8. mars 2018 16:16

Eigið fé Seðlabankans neikvætt

Gjaldeyrisforði Seðlabankans er fjárfestur á sögulega lágum vöxtum erlendis en fjármagnaður hér innanlands á mun hærri vöxtum.

Ritstjórn
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Haraldur Guðjónsson

Eigið fé Seðlabanka Íslands var neikvætt um 1,6 milljarða króna í lok febrúar síðastliðnum samkvæmt hagtölum úr efnahagsreikningi Seðlabankans. Eignir bankans námu rúmlega 739 milljörðum króna en skuldir voru 740,6 milljarðar.

Síðast varð eigið fé Seðlabankans neikvætt í maí á síðasta ári, en þar áður hafði eigið fé bankans ekki orðið neikvætt í að minnsta kosti 23 ár. 

Þessi staða, sem upp er komin í efnahagsreikningi Seðlabankans, er eitthvað sem við mátti búast. Á ársfundi Seðlabankans í fyrra sagði Már Guðmundsson að framreikningar til ársins 2025 sýndu að afkoma Seðlabankans yrði að óbreyttu neikvæð frá og með þessu ári um 18 milljarða króna á ári og að eigið fé bankans yrði neikvætt í framhaldinu af því. Ástæðan væri sú að gjaldeyrisforði bankans væri fjárfestur á sögulega lágum vöxtum erlendis en fjármagnaður hér innanlands á mun hærri vöxtum. 

Gjaldeyrisforði Seðlabankans stóð í 667,2 milljörðum króna í lok síðasta mánaðar og minnkaði um rúmlega þrjá milljarða milli mánaða.