Sigurmar Kristján Albertsson, eiginmaður Álfheiðar Ingdóttur fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmanns vinstri grænna, á féla sem skráð er á Tortóla gegnum Mossack Fonseca lögfræðistofuna. Frá þessu er sagt á vef mbl.is .

Sigurmar er hæstaréttarlögmaður, en félag í hans eigu sem heitir Sýrey ehf. og var stofnað árið 2005 er að fullnustu í eigu annars félags, Holt Investment Group Ltd. sem skráð er á Tortóla. Þá er Holt Investment Group í eigu annars aflandsfélags, Holt Holdings S.A., sem er skráð í Lúxemborg.

Eins og fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað rækilega um var milljónum skjala lekið af panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca, en stofan sérhæfði sig í stofnun aflandsfélaga fyrir viðskiptavini sína - þar á meðal á Tortóla og í Panama.

Uppfært: Sigurmar hefur nú tekið fyrir að hafa átt nokkrar slíkar eignir. Lesa nánar hér.