Vogunarsjóðurinn Taconic Capital hefur þrefaldað eignarhlut sinn í Kaupþingi frá árinu 2016 en hann á nú 46% í félaginu að því er Fréttablaðið greinir frá. Er sjóðurinn orðinn stærsti einstaki eigandinn í Kaupþingi og eignarhlutur hans er ríflega þriðjungur í Arion banka. Paul Copley forstjóri Kaupþings er sagður vera fenginn til félagsins fyrir tilstuðlan Attestor vogunarsjóðsins.

Sjóðurinn, sem jafnframt á 9,99% hlut í Arion banka, helstu eign Kaupþings, jók eignarhlut sinn í félaginu á síðasta ári úr 38%. Keypti sjóðurinn meðal annars 6% eignarhlut Seðlabanka Íslands fyrir um 19 milljarða í árslok 2016.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í septembe r fékk sjóðurinn þá grænt ljós frá Fjármálaeftirlitinu um að hann væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Samanlagt er beinn og óbeinn eignarhlutur sjóðsins í Arion banka nú ríflega þriðjungur, eða um 36% í Arion banka.

Hinir sjóðirnir og Goldman Sachs hafa minnkað við sig

Á sama tíma og hlutur Taconic Kaupþingi hefur aukist hefur eignarhlutur hinna vogunarsjóðanna tveggja sem keyptu tæplega 30% í Arion banka í mars minnkað nokkuð. Nam kaupverðið um 49 milljörðum króna á sínum tíma, en Því til viðbótar bætti Attestor við sig 0,44% hlut í bankanum í lok júní með því að nýta sér kauprétt.

Hins vegar hefur eignarhlutur Goldman Sachs í Kaupþingi helmingast á milli ára og nemur hann í dag um 2,9%. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í síðustu viku hefur bankinn og Attestor capital keypt samtals 2,8% hlut í Arion banka af Kaupþingi.

Stærstu hluthafar Kaupþings nú:

  1. 31,7% - TCA Opportunity Investments (sjóður í stýringu Taconic)
  2. 9,9% - Sculptor Investments (sjóður í stýringu Och-Ziff)
  3. 9,11% - TCA Sidecar II (sjóður í stýringu Taconic)
  4. 8,8% - CCP Credit Acquisition
  5. 5,5% - Trinity Investments (sjóður í stýringu Attestor)
  6. 5% - JP Morgan Securities
  7. 4,1% - Citadel Equity
  8. 4% - Deutsche Bank AG
  9. 3,3% - TCA Event Investments (sjóður í stýringu Taconic)
  10. 3,2% - Kaupthing Singer & Friedlander
  11. 2,9% - Goldman Sachs
  12. 1,5% - TCA ECDF II Investments (sjóður í stýringu Taconic)

Fleiri fréttir um málefni Arion banka:

Fréttir um umsvif Taconic og annarra sjóða í Arion banka: