*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 14. maí 2012 10:39

Eignarhald á 365 vekur upp spurningar

Samkvæmt upplýsingum frá Fjölmiðlanefnd á Ingibjörg Pálmadóttir lúxemborgískt félag, sem fyrr á árinu seldi 50% í SMS í Færeyjum.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Stærsti eigandi 365 – miðla ehf, móðurfélags Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis, er lúxemborgíska félagið Moon Capital S.á.r.l., en það á 43,5% A-hluta í 365 og 99,99% B-hluta í félaginu. Kemur þetta fram í samantekt Fjölmiðlanefndar um eignarhald á fjölmiðlum. Næstu þrír eigendur 365 eru ML 102 ehf., með 25,8%, IP Studium ehf. með 12,5%, og Ingibjörg Pálmadóttir með 7,9% hlut.

ML 102, IP Studium og Ingibjörg Pálmadóttir eru svo sögð eigendur Moon Capital, en ekki kemur fram í hvaða hlutföllum þeir eignarhlutir skiptast á milli þeirra.

Þessar upplýsingar eru á skjön við það sem fram kom í tengslum við söluna á SMS verslanamiðstöðvunum í Færeyjum fyrr á árinu. Þá var fréttaflutningur allur á þá leið að Jóhannes Jónsson hefði selt 50% hlut í færeyska félaginu. Þessi sami 50% hlutur var í eigu Apogee ehf., sem aftur var í 100% eigu Moon Capital, eins og sagt var frá í Viðskiptablaðinu.

Ef gengið er út frá því sem réttu að Ingibjörg Pálmadóttir eigi beint eða óbeint allt hlutafé í Moon Capital þá verður ekki komist hjá þeirri ályktun að hún, en ekki Jóhannes, hafi selt bréfin í SMS á dögunum. Annar hugsanlegur möguleiki er að þau hafi skipst á eignarhaldi á Moon Capital á milli þess sem SMS var selt og upplýsingum var skilað til fjölmiðlanefndar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim