Eignarhaldsfélagið Hof hf. tapaði 36,1 milljón krónum árið 2015 samkvæmt rekstrarreikningi félagsins. Hof er í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar, sem á 50% hlut í félaginu og Jóns Pálmasonar, sem á önnur 50% í Hof.

Félagið græddi hins vegar 17,4 milljónir árið 2014, því dregst rekstur fyrirtækisins saman milli ára. Tap félagsins fyrir tekjuskatt árið nam 30,6 milljónir árið 2015 samanborið við hagnað upp á 8,3 milljónir árið 2014.

Tap félagsins skýrist af miklu leyti vegna áhrifa dótturfélags Hofs. Hof á 86% hlut í Fasteignafélaginu Ósland ehf., sem tapaði 111,4 milljónum á árinu.

Eignir Hofs námu 993,8 milljónum í lok árs 2015, samanborið við rúman milljarð á sama tíma árið 2014. Eigið fé félagsins nam 978 milljónum í lok árs 2015 samanborið við 1,01 milljarð í lok árs 2014. Handbært fé Hofs í lok árs 2015 nam 38 milljónum.