Slitastjórn Kaupþings birti í dag óendurskoðaðan árshlutareikning fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2014.

Bókfært virði eigna Kaupþings nam 788,8 milljörðum króna borið saman við 778,1 milljarð króna í árslok 2013. Hrein virðisbreyting eigna nam 38,5 milljörðum króna en neikvæð gengisáhrif námu 12,9 milljörðum króna.

Handbært fé Kaupþings nam 413,1 milljarði króna, en útistandandi kröfur námi 2.857 milljörðum króna og hafa lækkað um 22,6 milljarða það sem af er ári. Þá námu greiðslur inn á vörslureikning vegna umdeildra forgangskrafna 2,6 milljörðum króna.

Rekstrarkostnaður Kaupþings á fyrri helmingi ársins nam 2,7 milljörðum króna og lækkaði um 0,2 milljarða frá fyrra ári. Tæplega helmingur rekstrarkostnaðar er vegna aðkeyptrar erlendrar sérfræðiráðgjafar. Þá námu greiðslur Kaupþings vegna virðisaukaskatts 140 milljónum króna, eða sem svarar til rúmlega 5% af heildarkostnaði.