Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu tæplega 1.067 milljörðum króna í lok ágúst og lækkuðu um 11,6 milljarða á milli mánaða. Innstæður í Seðlabankanum námu 32,8 milljörðum króna og hækkuðu um 1,3 milljarða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Þar kemur fram að útlán og markaðsverðbréf námu 920,7 milljörðum króna og lækkuðu um 17,7 milljarða. Aðrar innlendar eignir hækkuðu um 3,5 milljarða króna. Skuldir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.024,8 milljörðum króna og lækkuðu um 10,6 milljarða króna. Eigið fé nam 42 milljörðum króna í lok ágúst og lækkaði um tæpan milljarð króna milli mánaða.

Yfirlit yfir eignir og skuldir fjármálafyrirtækja í slitameðferð eða nauðasamningum eru birtar sérstaklega í hagtölum bankans. Eignir þeirra námu 2.998 milljörðum króna í lok 2. ársfjórðungs 2012 en skuldir þeirra námu 9.552 milljörðum króna á sama tíma. Eigið fé þeirra var því neikvætt um 6.554 milljarða  í lok 2. árfjórðungs 2012.