*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 29. desember 2015 08:40

Eignir lífeyrissjóða 155% af landsframleiðslu

Heildareignir lífeyrissjóða hafa aldrei verið jafn miklar. Eru um 3.200 milljarðar króna um áramótin.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Heildareignir lífeyrissjóðanna um áramótin eru um 3.200 milljarðar króna og hafa aldrei verið jafn miklar. Þetta kemur fram í samtali Gunnars Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins, við Morgunblaðið.

Hann segist búast við því að heildareignir sjóðanna vaxi um nálægt 11% á árinu og hækki úr 2.900 milljarða í 3.200 milljarða í árslok 2015. Þá verði eignir sjóðanna um 155% af vergri landsframleiðslu. 

„Útlit er fyrir að raunávöxtun sjóðanna verði hagfelld og gæti hún verið á bilinu 5%-6% að meðaltali. Árið 2015 verður þá fjórða árið í röð sem raunávöxtun sjóðanna verður yfir 3,5% sem er sú ávöxtunarkrafa sem er notuð til að núvirða skuldbindingar lífeyrissjóða,“ segir Gunnar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim