Það var margt um manninn á skuldabréfaráð- stefnu Euromoney í London í gær, þar á meðal fjölmargir Íslendingar frá ýmsum fjármálastofnunum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var sérstakur gestur á ráðstefnunni, þar sem hann átti samtal um stöðu Íslands og endurkomu á alþjóðlegan fjármálamarkað. Það var þó eins og við manninn mælt, að eftir að Bjarni var farinn af sviðinu í gærmorgun brast flótti á Íslendinga, helftin af þeim pakkaði niður og hélt til Parísar að horfa á leikinn. Annað varla viðeigandi í ljósi þess að síðasta spurningin sem Bjarni fékk snerist um afrek íslenska landsliðsins. Ráðherra spáði 2:1 fyrir Ísland og uppskar mikið og langt lófaklapp fyrir.

Bjarni ræddi talsvert um fortíðina, bankahrunið og hvernig Íslendingar hefðu unnið úr því. Þeir hefðu gert upp við sig að reyna ekki að gangast í eftiráá- byrgð á skuldum einkabankanna, enda hefði ríkið vafalaust lent í greiðslufalli ef sú leið hefði verið farin. Hjá því hefði verið komist og Ísland staðið við allar sínar skuldbindingar, greitt upp lán við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og viðhaldið íslensku fjármálakerfi, þó það hefði auðvitað ekki verið vandalaust og fjármagnshöftin reynst miklu, miklu langvinnari en að var stefnt.

Gjaldeyrisútboðið

Eftir að hafa farið yfir áætlun um losun fjármagnshafta ræddi Bjarni nýjustu tíðindin í því í nokkru máli, sem er síðasta gjaldeyrisútboð Seðlabankans. Þar hefði 98% tilboða aflandskrónueigenda verið tekið, sem eru um 40% þeirra eigna, sem í boði voru. Eftir sem áður sætu hins vegar stórir aðilar eftir, en Viðskiptablaðið hefur heimildir fyrir því að tilboð þeirra hafi verið um 150-170 krónur á evruna. Bjarni sagði ánægjulegt að þessir stóru aflandskrónueigendur hefðu svo mikla trú á viðvarandi uppvexti og velgengni íslenska hagkerfisins.

Ekki er víst að umræddir eigendur líti svo á. Þetta var langstærsta gjaldeyrisútboðið til þessa, 5 sinnum stærra en hið næsta á undan, en upphæðirnar nú nema um helmingi af því sem áður hefur farið út í gegnum 21 fyrri gjaldeyrisútboð undanfarin þrjú ár, 230 ma. kr. alls, en 72 ma.kr. í þessu eina útboði. Bjarni sagði að með lagasetningunni í vor hefði jarðvegurinn fyrur losun fjármagnshafta á heimili, fyrirtæki og lífeyrissjóði verið undirbúinn, án þess að aflandskrónusnjóhengjan hefði þar áhrif á.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .