*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 3. júní 2018 16:20

Eigum skrokkana ekki til

Jónína vill sjá víðari sýn og breyttar áherslur í viðskiptasambandi Íslands og Kína.

Ritstjórn
Jónína Bjartmarz, nýkjörinn formaður ÍKV.
Haraldur Guðjónsson

Jónína Bjartmarz, nýkjörin formaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins, dvaldi lengi í Kína en hún hefur nú tekið við sem formaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins. 

Í Kína lærði Jónína meðal annars kínversku við Xiamen-háskóla. „Ég tala ekki kínversku í dag en skil smávegis. Svo kynntumst við líka kínverskri menningu og sögu, sem okkur þótti óskaplega áhugaverð. Síðan leiddist ég út í að gera upp gamla kínverska villu í miðbæ Xiamenborgar á suðausturströnd Kína. Svo varð hrun. „Þá vorum við búin að skuldbinda okkur og byrjuð að breyta villunni í hótel. Viðskiptahugmyndin floppaði en við gátum ekki hlaupið frá því. Það var því að duga eða drepast og við rákum þetta til 2011 með ört vaxandi bókunarstöðu. Þá seldum við reksturinn en tókum þá á leigu litla íbúð, sem við og okkar fólk nýtti þegar það var i Xiamen – við vildum ekki slíta tengslin með öllu og vorum með hana á leigu þar til 2016.

Jónína hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig viðskiptasambandi Íslands og Kína skuli háttað og áherslum hvað varðar útflutning til Kína. Hún vill sjá víðari sýn og breyttar áherslur. Markað- urinn sé svo geysistór og þó að auðvitað hafi aldrei verið markmið að flytja út íslenskar landbúnaðar- eða sjávarafurðir sem metti alla Kínverja, heldur horft til ákveðinna smærri markaðssvæða eða „markaðshorna“ innan Kína þá hljóti að þurfa að leggja megináherslu á vöru og hráefni sem við erum vel aflögufær með. Þess ber þó líka að geta að það er margt annað sjávarfang heldur en þorskflök og aðrir hlutar lambsins en dýrasta kjötið sem horft er til varðandi útflutning til Kína og vonandi að vel takist til.

Almennt hljótum við reglulega að þurfa að velta fyrir okkur helstu áherslum í útflutningsstefnu og markaðsmálum og ég velti því fyrir mér hvers vegna við horfum ekki meira til möguleika á útflutningi á hvers konar nýsköpunarvörum og hugviti. Millistéttin í Kína telur þegar um 400 milljónir manna og kaupgeta hennar er mikil og sívaxandi.“

Kína er mörgum Íslendingum lokuð bók

„Eitt af því sem ég vil stuðla að er að opna enn frekar sýn fólks á Kína og vinna að því að því að eyða margs konar fordómum sem mér finnst víða gæta,“ segir Jónína. „Ég á góðan finnskan vin í Kína sem var fjölmiðlamaður í heimalandi sínu en hefur í þrjá áratugi búið í Asíu, lengstum í Kína. Hann sagði mér að gjarnan þegar hann færi til Finnlands og hitti gamla vini yrði þeir næstum fyrir vonbrigðum þegar hann segðist kunna vel við sig í Kína. Þeir beinlínis segðu að það væri greinilega búið að heilaþvo hann. Það er líkt og margir vilji ekki heyra vel látið af Kína og Kínverjum. Ég hef líka orðið vör við þetta. Ef ég tala fyrir kostum Kína og Kínverja þá finnst mér stundum gæta töluverðrar tortryggni. Ég held að þetta byggi á þekkingarleysi. Ég man alltaf þegar ein af okkur sem rekum ferðaskrifstofuna fór í fyrsta skipti til Kína 2012 þá sagðist hún vera hálfreið vegna þess að myndin sem er dregin upp á Íslandi af Kína og Kínverjum í fjölmiðlum sé svo gjörólík því sem maður sjái og og upplifi þegar þangað er komið. Hér sé dregin upp sú mynd að þar sé allt troðið af fólki, allir í Maó-jökkum og mengun og óhreinindi alls staðar en þegar mað- ur komi þangað blasi við fallegir og velhirtir garðar og gróður og myndarlegt og frjálslegt fólk á ferð.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð, aðrir geta skráð sig í Áskrift.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim