Eik fasteignafélag undirritaði í gær kauptilboð um kaup á öllu útgefnu hlutaféi Slippsins fasteignafélags. Þetta kemur fram í tilkynningu fasteignafélagsins til Kauphallarinnar . Heildarvirði kaupanna eru 4,45 milljarðar.

Fasteignirnar sem eru í eigu Slippsins fasteignafélags eru Mýrargata 2 til 8, Mýrargata 12 og Mýrargata 14-16 og eru staðsettar í hjarta miðbæjar Reykjavíkur og eru 6.504 fermetrar í heildina. Fluhleiðahótel eða Hótel Marina er leigutaki allra fermetranna og er með langtímaleigusamning.

„Vænt ávöxtun fjárfestingarinnar fyrir árið 2017 er tæplega 6,7% m.v. núverandi forsendur um tekjur og gjöld. Við kaupin munu hóteleignir verða 13% af virði fasteigna Eikar og verða 99% af þeim eignum staðsettar í miðbæ Reykjavíkur.

Tilboðið er háð ýmsum fyrirvörum og skilyrðum sem aðilar munu vinna sameiginlega að því að aflétta,“ segir að lokum í tilkynningunni.