*

laugardagur, 23. febrúar 2019
Innlent 11. október 2018 08:20

Eik fellur frá fyrirhugaðri fjárfestingu

Stjórn Eikar, fasteignafélags, hefur ákveðið að falla frá fjárfestingu í breska framtakssjóðnum NW1 UK Logistics LP.

Ritstjórn
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags.
Haraldur Guðjónsson

Stjórn Eikar fasteignafélags hefur farið yfir málefni fjárfestingar í breska framtakssjóðnum NW1 UK Logistics LP, sem tilkynnt var um þann 24. ágúst síðastliðinn, og er ljóst að þeir fyrirvarar sem gerðir voru við þátttöku í sjóðnum verða ekki uppfylltir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. 

Stjórn félagsins mun því áfram vinna að því að nýta betur þau tækifæri sem felast í núverandi eignasafni, í samræmi við áherslur félagsins sem meðal annars voru kynntar í kynningu á hálfsársuppgjöri ársins 2018.

Líkt og áður hefur komið fram telur stjórn í því samhengi þörf á vissum breytingum á tilgangi félagsins og mun stjórn á næstunni boða til hluthafafundar þar sem lagðar verða fram tillögur um slíkar breytingar. Samhliða því verða lagðar fram tillögur um stofnun tilnefningarnefndar og heimild til kaupa á eigin bréfum.

Stikkorð: Eik