Fasteignafélagið Eik hagnaðist um ríflega 3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Rekstrartekjur tímabilsins námu 4,3 milljörðum króna.

Bókfært virði fjárfasteigna nam einhverjum 65 milljörðum króna í lok tímabilsins, en matsbreyting fjárfestingareigna nam 3,1 milljarði króna.

Heildareignir félagsins námu 67,7 milljörðum króna, meðan heildarskuldir námu 45,7 milljarði króna. Þetta gefur eiginfjárhlutfall upp á 32,5%.

Í uppgjöri Eikar segir að rekstur félagsins hafi gengið mjög vel á fyrsti níu mánuðum ársins, og sé í takt við áætlanir stjórnenda félagsins.

Helstu eignir félagsins eru Borgartún 21 og 26, Nýi Glæsibær, Turninn í Kópavogi, Smáratorg og Austurstræti 5,6,7 og 17.