Verð á hlutabréfum í Eik lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 3,5% í 117 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Næst mest lækkun var hjá Reitum en félagið lækkaði um 1,46% í 92 milljóna króna viðskiptum.

Mest hækkun var á verði á hlutabréfum í Heimavöllum en það hækkaði um 2,63% í 38 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Heildarveltan í Kauphöllinni í dag nam 540 milljónum króna og íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 0,02%.