Eimskip óskar eftir að ráða forstjóra, en Gylfi Sigfússon núverandi forstjóri hættir um áramótin. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá á sínum tíma tekur hann þó við öðru starfi hjá félaginu úti í Bandaríkjunum.

Í auglýsingu á vef Eimskipa segist það bjóða öflugum leiðtoga spennandi starf í alþjóðlegu umhverfi. Viðkomandi þurfi að búa yfir framsýni og krafti til að leiða fyrirtækið áfram inn í framtíðina.

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember n.k. og skulu umsóknir fylltar út á hagvangur.is, en Hagvangur sér um ráðningarferlið. Umsókninni skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.

Forstjóri stýrir daglegum rekstri, mótar stefnu í samráði við stjórn og ber ábyrgð á að ná settum markmiðum ásamt þeim úrvals mannauði sem hjá félaginu starfar.