*

sunnudagur, 26. maí 2019
Fólk 30. nóvember 2018 16:35

Eimskip auglýsir eftir forstjóra

Starf forstjóra Eimskipafélags Íslands hefur verið auglýst og er umsóknarfresturinn til og með 16. desember næstkomandi.

Ritstjórn
Gylfi Sigfússon hefur starfað sem forstjóri Eimskipa í tíu ár en hættir nú um áramótin. Félagið hefur nú auglýst eftir umsóknum þeirra sem vilja fylla í spor hans.
Aðsend mynd

Eimskip óskar eftir að ráða forstjóra, en Gylfi Sigfússon núverandi forstjóri hættir um áramótin. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá á sínum tíma tekur hann þó við öðru starfi hjá félaginu úti í Bandaríkjunum.

Í auglýsingu á vef Eimskipa segist það bjóða öflugum leiðtoga spennandi starf í alþjóðlegu umhverfi. Viðkomandi þurfi að búa yfir framsýni og krafti til að leiða fyrirtækið áfram inn í framtíðina.

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember n.k. og skulu umsóknir fylltar út á hagvangur.is, en Hagvangur sér um ráðningarferlið. Umsókninni skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.

Forstjóri stýrir daglegum rekstri, mótar stefnu í samráði við stjórn og ber ábyrgð á að ná settum markmiðum ásamt þeim úrvals mannauði sem hjá félaginu starfar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim