*

laugardagur, 23. febrúar 2019
Innlent 6. desember 2018 16:38

Eimskip á blússandi siglingu

Gengi hlutabréfa í Eimskip hækkaði um 6,16% í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni.

Ritstjórn

Verð á hlutabréfum í Eimskip hækkaði um 6,16% í 382 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag, en eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag þá keyptu fimm framkvæmdastjórar fyrirtækisins hlutabréf í félaginu í morgun. Þá hækkaði Skeljungur um 2,59% í 193 milljóna króna viðskiptum.

Mest lækkun var hjá Icelandair en bréfin lækkuðu um 4,18% í 162 milljóna króna viðskiptum. Marel lækkaði um 2,39% í 699 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,17% en heildarveltan á hlutabréfamarkaði í dag nam 3,2 milljörðum króna.

Stikkorð: Eimskip Kauphöll