*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Innlent 25. júlí 2018 15:57

Eimskip hækkar mest

Hlutabréfaverð í Eimskipum hækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða 2,55% í 136 milljóna króna viðskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hlutabréfaverð í Eimskipum hækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða 2,55% í 136 milljóna króna viðskiptum. Næst mest hækkaði verð á bréfum í Skeljungi eða um 1,72% í 143 milljóna króna viðskiptum. 

Þá var mest lækkun á verði á bréfum í Arion banka eða 0,97%. Næst mest lækkun var hjá Marel eða 0,76% í 140 milljóna króna viðskiptum. 

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 0,30% í viðskiptum dagsins.