*

sunnudagur, 26. maí 2019
Innlent 29. október 2018 17:22

Eimskip hrynur en vísitalan hækkar

Úrvalsvísitala kauphallarinnar, OMXI8, hækkaði um 0,4% þrátt fyrir lækkanir á hlutabréfamarkaði í dag.

Ritstjórn
Hlutabréfamiðlari fylgist með þróun mála.
european pressphoto agency

Viðskipti með hlutabréf á aðalmarkaði kauphallarinnar námu 1.106 milljónum króna og úrvalsvísitalan, OMXI8, hækkaði um 0,4%. Þrátt fyrir það lækkuðu 10 af þeim 12 félögum sem hreyfingar voru á, þar af Eimskip langtum mest.

Eins og fjallað var um í morgun lækkuðu bréf Eimskipa mikið í dag í kjölfar neikvæðrar afkomuviðvörunar í gær, en við lokun markaða höfðu bréfin lækkað um 12,62%, þó í aðeins 58 milljón króna viðskiptum.

Önnur félög lækkuðu flest, 6 af þeim um á milli 1 og 2%, og 3 um undir 1%, en þó aðeins eitt þeirra í yfir 100 milljón króna viðskiptum: N1 með 115 milljónir og 1,23% lækkun.

Aðeins tvö félög hækkuðu, Sýn um 0,18% í 11 milljón króna viðskiptum, og Marel um 1,82% í 557 milljón króna viðskiptum. Hlutur Marels í OMXI8 er um þrijðungur, og er lang stærstur, en Eimskip er ekki hluti af vísitölunni, sem skýrir þversagnakennda niðurstöðu dagsins.

Stikkorð: Eimskip hlutabréf Kauphöll OMXI8
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim