1,4 milljarða króna viðskipti voru með hlutabréf í Kauphöll Íslands í dag. Bréf í fimm félög hækkuðu í verði en lækkuðu hjá tíu félögum i viðskiptum dagsins.

Mest lækkuðu bréf í Eimskip eða um 2,1%. Hlutabréf í Eimskip hafa lækkað um 7,2% frá áramótum og 9,8% síðustu 12 mánuði. Bréf í Sýn hækkuðu mest í viðskiptum dagsins eða um 0,38% í 50 milljón króna viðskiptum. Þá hækkuðu Sjóvá, Reitir og TM um 0,3% og Reginn um 0,2%.

Þá voru mestu viðskiptin með bréf í Marel en velta með bréf félagsins nam 391 milljón króna. Velta með bréf í Högum nam 167 milljónum en Hagar birtu uppgjör í gær þar sem tilkynnt var um versnandi afkomu á milli ára. Hlutabréf í Högum lækkuðu um 1,64% í viðskiptum dagsins.