*

föstudagur, 22. júní 2018
Innlent 12. september 2017 16:59

Eimskip lækkaði mest

Gengi hlutabréfa Eimskips lækkaði um 1,12% í 53 milljón króna viðskiptum í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,64%. Heildarvelta á mörkuðum nam 4,9 milljörðum króna, þar af nam velta á hlutabréfamarkaði ríflega 1,9 milljarði króna og velta á hlutabréfamarkaði tæplega 3 milljörðum króna. 

Gengi hlutabréfa Eimskipafélags Íslands lækkaði um 1,12% í 53 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi hlutabréfa TM um 1% í 62,3 milljón króna viðskiptum. Gengi hlutabréfa N1 hækkaði hins vegar um 0,91% í 121,6 milljón króna viðskiptum.