Hlutabréfaverð í Eimskipafélagi Íslands lækkaði umtalsvert í dag eða um 4,67% í 94 milljóna króna viðskiptum. Verð á hlut nú er 194 krónur og hefur því náð sögulegu lágmarki sínu síðan félagið var skráð á nýjan leik í Kauphöllina árið 2012.

Lækkunina má að öllum líkindum rekja til tilkynningar Eimskips til Kauphallarinnar í gærkvöldi. Þar var greint var frá því að Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, og Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Eimskips, voru kallaðir til skýrslutöku hjá embætti hérðassaksóknara þann 11. maí síðastliðinn og fengu báðir stöðu sakbornings þann sama dag. Skýrslutakan snéri að því hvort að ólögmætt samráð milli Eimskipa og Samskipa hafi átt sér stað um verð eða skiptingu markaða.

Í öðrum viðskiptum hækkuðu Icelandair og Origo mest í Kauphöllinni í dag. Icelandair hækkaði um  1,68% í 108 milljóna króna viðskiptum og Origo hækkaði um 1,36% í 23 milljóna króna viðskiptum.

Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 0,01%.Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,23%. Þar af lækkaði vísitalan á verðtryggðum bréfum um 0,36% og á óverðtryggðum um 0,03%.

Íslenska krónan veiktist um 0,1% gagnvart dollara og einnig um 0,16% gagnvart Evru og styrktist um 0,2 gagnvart pundi.