Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,49% í dag og stendur því nú í 1.857,21 stigi. Heildarvelta á mörkuðum nam 6,9 milljörðum, þar af 2,4 milljörðum á hlutabréfamarkaði og 4,5 milljörðum á skuldabréfamarkaði.

Gengi bréfa Eimskipafélags Íslands lækkaði um 1,34% í dag í 291,6 milljón króna viðskiptum, en í gær var gerð opinber afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi, en hagnaður Eimskipa dróst saman milli ára. Einnig lækkaði gengi Marel um 0,71% í 486,1 milljón króna viðskiptum.

Gengi bréfa Fjarskipta hækkaði þó um tæpt eitt prósent í 145,5 milljón króna viðskiptum, en gengi bréfa Regins lækkaði aftur á móti um 1,67% í 172,4 milljón króna viðskiptum. Mest var veltan með bréf Haga en gengi þeirra stóð í stað á milli dag.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði lítillega í dag í 6,9 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,6% í dag í 2,4 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 4,4 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 0,9 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 2,7 milljarða viðskiptum.