*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 3. júlí 2018 16:15

Eimskip lækkar um 2%

Hlutbréfaverð í Eimskip lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 2,07% í 43 milljóna króna viðskiptum.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Hlutbréfaverð í Eimskip lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 2,07% í 43 milljóna króna viðskiptum. Heimavellir lækkuðu næstmest eða um 0,84% í 25 milljóna króna viðskiptum. 

Verð á bréfum í Origo hækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 1,94%. Næstmest hækkaði Arion eða um 1,18% í 187 milljóna króna viðskiptum. 

Mest velta var með bréf Sjóvá en engin breyting varð þó á verði hlutabréfa félagsins í viðskiptum dagsins.