*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 3. maí 2018 12:14

Eimskip lækkar um 5,4%

Eftir afkomuviðvörun í gær þar sem félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið hefur gengi bréfa félagsins lækkað.

Ritstjórn
Gígja Einarsdóttir

Gengi bréfa Eimskipafélags Íslands hefur lækkað um 5,41% í 82 milljóna króna viðskiptum það sem af er degi. Er gengi bréfanna komið niður í 210,0 krónur, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær sendi félagið frá sér afkomuviðvörun eftir lokun markaða.

Þar lækkaði félagið afkomuspá sína úr 60 til 65 milljónum evra í 57 til 63 milljónir evra fyrir árið, vegna lakari afkomu á fyrsta ársfjórðungi en spáð gerðu ráð fyrir.Áætluð EBITDA félagsins á fyrsta ársfjórðungi nemur á bilinu 7 til 7,5 milljónir evra en fyrir ári síðan nam hún 9,3 milljónum evra. Talan var þó lægri þá en ella vegna neikvæðra áhrifa af sjómannaverkfallinu.

Þrátt fyrir 4% vöxt á öllum sex leiðum í áætlunarsiglingum félagsins var innflutningur til landsins undir væntingum. Útflutningur jókst þó vegna aukins magns af ferskum og frosnum fisk, en loðnuvertíðin hafði neikvæð áhrif á útflutninginn. Í Færeyjum var þvert á móti aukinn innflutningur en minni innflutningur.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim