Gengi bréfa Eimskips hafa lækkað um 6,33% í 106 milljón króna viðskiptum það sem af er morgni í kauphöll Nasdaq Iceland. Er gengi bréfanna komið niður í 244,00 krónur, en við lok viðskipta í gær var gengið í 260,50 krónum.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun sendi Eimskipafélagið frá sér afkomuviðvörun í gærkvöldi um að rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskrfitir yrði lægri á árinu sem er að líða en afkomuspá hafði gert ráð fyrir.

Útistandandi eru 186.639.230 hlutir og hefur því markaðsvirði félagsins lækkað úr rúmlega 48,6 milljörðum króna niður í rúmlega 45,5 milljarða, eða um tæplega 3,1 milljarð króna.