*

laugardagur, 23. febrúar 2019
Innlent 12. nóvember 2018 16:44

Eimskip leiðir hækkanir

Heildarvelta með hlutabréf á aðalmarkaði kauphallarinnar nam 1.1 milljarði og úrvalsvísitalan hækkaði um 0,17%.

Ritstjórn

Heildarvelta með hlutabréf á aðalmarkaði kauphallarinnar nam 1,1 milljarði og úrvalsvísitalan, OMXI8, hækkaði um 0,17%.

Litlar hreyfingar urðu á gangvirði hlutabréfa, ef frá eru talin bréf Eimskips, sem hækkuðu um 4,79% í 165 milljón króna viðskiptum.

Mest lækkun var á bréfum Heimavalla, 1,8%, þí í mjög litlum viðskiptum sem námu 2 milljónum króna. 4 önnur félög lækkuðu, en öll um undir 1%. Þá hækkuðu 8 félög.

Mest velta var með bréf Icelandair, sem hækkaði um 0,88% í 470 milljón króna viðskiptum. Önnur félög voru með minna en 200 milljóna króna veltu í viðskiptum dagsins.

Stikkorð: Eimskip Kauphöll Nasdaq