Viðskiptavinir Eimskips geta nú fengið nákvæmar upplýsingar um stöðu sendinga sinna á rauntíma. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu hefur Eimskip nú tekið í notkun nýtt snjallforrit eða svokallað „app“ sem gerir notendum kleift að fylgjast með stöðunni. Í tilkynningunni segir að forritið sé myndrænt og auðvelt í notkun og auk þess að sýna stöðu sendinga viðskiptavina sé hægt að fylgjast með nákvæmri staðsetningu skipa Eimskips, skipaáætlunum og siglingaleiðum.

„Í auknum hraða nútímasamfélags er mikill akkur í því að geta nálgast upplýsingar um stöðu sendinga og áætlaðan komutíma hvar sem þú ert staddur í heiminum,“ segir Gunnar Valur Steindórsson, verkefnastjóri hjá Eimskip um nýjungina. Snjallforritið gengur í alla iPhone síma og alla helstu Android síma.